17.03.1982
Efri deild: 56. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3120 í B-deild Alþingistíðinda. (2670)

3. mál, Sinfóníuhljómsveit Íslands

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Það kom fram við umr. um þetta frv. og brtt„ að sú brtt., sem nú er verið að bera upp, felur í sér nokkru ítarlegra orðalag um tilgang og starfsemi Sinfóníuhljómsveitarinnar. Ég lýsti því yfir við þá umr„ að þótt ég væri andvígur öðrum brtt., sem Þorv. Garðar Kristjánsson og Salome Þorkelsdóttir flytja og snerta stjórnunarform og fjárhagsskuldbindingar hljómsveitarinnar, gæti ég fallist á að þessi brtt. yrði samþykkt þar eð sumt í þessu orðalagi kveður skýrar á og ítarlegar um þá meginhugsun sem þegar er í frv. Ég tel þess vegna, að hægt sé að fallast á að þessi brtt. sé samþykkt, þótt ég sé andvígur öðrum brtt. sem lagðar eru fram á þessu sama þskj. Ég segi því já.