17.03.1982
Efri deild: 56. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3129 í B-deild Alþingistíðinda. (2686)

90. mál, Hæstiréttur Íslands

Utanrrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Mér finnst það almennt sjálfsögð regla að ráðherrar séu við þegar rætt er um þeirra mál, og ég tel eðlilegt að ráðh. sé við og hlýði á mál manna. Það er óeðlilegt að þm. tali og ráðh. hafi ekki nein tök á að vita hvað þeir hafa sagt. Þess vegna tel ég eðlilegast að umr. verði frestað þegar í stað, þar sem líka hæstv. dómsmrh. hefur gefið í skyn að hann væri fús til að vera við ef hann væri látinn vita.