17.03.1982
Efri deild: 56. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3130 í B-deild Alþingistíðinda. (2688)

90. mál, Hæstiréttur Íslands

Forseti (Helgi Seljan):

Út af orðum hv. þm. vil ég segja það aðeins, að dómsmrh. lýsti því, að að sjálfsögðu væri hann reiðubúinn að koma hér og hlýða á umr. manna. Hann þurfti rétt að bregða sér frá á meðan umr. um annað mál stóðu yfir og eðlilegt að hann gerði það. Mér heyrist að menn séu sáttir við að halda þessari umr. áfram á næsta fundi deildarinnar, og ég þykist vita að hvorugum þeirra hv. þm., sem á mælendaskrá eru, standi á sama hvort hæstv. dómsmrh. er hér eða ekki. Ég tel því rétt að verða við tilmælum hv. 4. þm. Vestf. um að umr. verði nú frestað og málið tekið út af dagskrá.