23.03.1982
Sameinað þing: 67. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3156 í B-deild Alþingistíðinda. (2758)

358. mál, áhrif tölvuvæðingar í skólakerfi landsins

Fyrirspyrjandi (Birgir Ísl. Gunnarsson):

Herra forseti. 21. maí s.l. var samþykkt í Sþ. svohljóðandi þáltill.: „Alþingi ályktar að fela menntmrh. að láta kanna líkleg áhrif tölvuvæðingar á skólakerfi landsins og bendir sérstaklega á að fylgst verði með sérstakri rannsókn, sem nú er í undirbúningi um þetta efni á vegum menntarannsóknarstofnunar OECD. Bæði verði kannað hver áhrifin muni verða á skólahaldið sjálft með aukinni tölvunotkun í skólum svo og hvaða kröfur tölvuvæðing í öllu athafna- og atvinnulífi gerir til skólakerfisins.

Reynt verði að meta í grófum dráttum, á hvaða sviðum þjóðlífsins tölvuvæðingin komi til með að hafa áhrif og í hvaða tímaröð þau muni koma fram. Bæði verði tekið tillit til þeirra. sem starfa munu með tölvum eða í tengslum við þær. og einnig til allra hinna, sem verða notendur tölvuefnis.

Á grundvelli þessara athugana verði gerðar tillögur um, hvernig skólakerfið bregðist við þessum áhrifum og þeim kröfum, sem af þeim munu hljótast. Þess verði sérstaklega gætt. hver verði áhrif tölvuvæðingarinnar á almenna grunnmenntun.“

Þessi till. var samþykkt hér 21. maí s.l., og þar sem nú er nokkuð um liðið, um tíu mánuðir. síðan till. var samþykkt hef ég leyft mér að bera fram á þskj. 361 svohljóðandi fsp. til hæstv. menntmrh.: „Hvað líður framkvæmd þál., sem samþykkt var á Alþingi 21. maí 1981, um áhrif tölvuvæðingar á skólakerfi landsins?“