25.03.1982
Neðri deild: 58. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3255 í B-deild Alþingistíðinda. (2866)

55. mál, lánsfjárlög 1982

Alexander Stefánsson:

Herra forseti. Ég tel mér skylt að segja frá því hér, að það urðu smámistök hjá sjálfum mér og raunar fleirum. Þegar atkvgr. fór fram var ég talinn greiða atkv. með till., sem var rangt. Þess vegna tók ég undir þegar ég heyrði kallið um endurtekningu á atkvgr. og styð það, því að þarna urðu á mistök. Mér finnst ástæðulaust annað en að endurtaka atkvgr. ef ekki er hægt að taka tillit til athugasemdar við talningu. Ég taldi mér skylt að láta þetta koma fram, um leið og ég styð endurtekningu á atkvgr.