25.03.1982
Neðri deild: 58. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3257 í B-deild Alþingistíðinda. (2880)

55. mál, lánsfjárlög 1982

Matthías Bjarnason:

Herra forseti. Þingflokkur Sjálfstfl. er andvígur því að skerða frekar en þegar er orðið framlög til Byggðasjóðs og vekur athygli á þeirri ákvörðun stjórnar sjóðsins að veita stóraukin fjárframlög til samgöngumála og þá einkum til vegamála, sem á þessu ári munu nema 70 millj. kr., samhliða því að sjóðurinn verður nú að skuldbreyta í auknum mæli vanskilum fyrirtækja, einkum í sjávarútvegi, vegna mikils hallarekstrar á s.l. ári. Af þessum ástæðum hefði Byggðasjóður þurft á þessu ári á auknu framlagi að halda. Því kemur ekki að okkar dómi til greina frekari niðurskurður en orðinn er. Ég segi nei.