25.03.1982
Neðri deild: 58. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3258 í B-deild Alþingistíðinda. (2885)

55. mál, lánsfjárlög 1982

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Þegar ég athuga þessa brtt. sýnist mér að þar sé um mjög freklega íhlutun opinberra aðila að ræða í þessa eign verkalýðsfélaganna og meðlima hinna einstöku launþegasamtaka. Ég geri ráð fyrir að það mundi fara um suma þeirra hv. þm. sem hér eru inni, ef fjmrn. og þeir, sem núv. ríkisstj. styðja, vildu fara að hnýsast í og setja slíkar kvaðir á eignir þeirra, því óneitanlega eru lífeyrissjóðirnir eign aðila verkalýðshreyfingarinnar. Ég segi því nei við þessari brtt.