25.03.1982
Neðri deild: 58. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3260 í B-deild Alþingistíðinda. (2896)

55. mál, lánsfjárlög 1982

Matthías Bjarnason:

Herra forseti. Í þessari till. er heimild til fjmrh. til að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld og sölugjald af vélum, tækjum og varahlutum til ylræktarvers sem komið verður á fót vegna útflutningsframleiðslu. Þrátt fyrir ítrekaða leit í stjórnkerfinu liggur ekkert fyrir um að það verði komið á fót ylræktarveri á árinu 1982, en þessi lánsfjárlög ná til þessa eina árs. Nefnd, sem hefur haft með málið að gera, lýsir því í niðurstöðu álits síns til landbrh. að hún telji að ekki verði úr neinum framkvæmdum á árinu 1982 og óvíst um framhaldið. Því tel ég þessa till. algerlega óþarfa og eiga engan veginn heima í þessu frv. Hitt verður að koma síðar, ef til þess verður gengið, og þá er ég mjög opinn fyrir því að greiða fyrir slíku fyrirtæki. Ég segi því nei.