25.03.1982
Neðri deild: 58. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3261 í B-deild Alþingistíðinda. (2900)

55. mál, lánsfjárlög 1982

Árni Gunnarsson:

Herra forseti. Ég er þeirrar skoðunar að þessi liður sé subbulegasti þáttur þessarar lánsfjáráætlunar. Ég held að hér sé á ferðinni „nammidúsa“, eins og ég vil leyfa mér að kalla það, upp í einhvern hv. þm. Sunnlendinga, sem horfa nú fram á að fá ekki þá steinullarverksmiðju sem þeir væntu að þeir fengju. Þetta mál kemur upp á sama tíma, og það eru engin rök fyrir því að hefja framkvæmd við þetta ylræktarver eins og sakir standa. Engar athuganir hafa farið fram sem renna stoðum undir að þetta sé hagkvæmt, og nákvæmlega ekkert bendir til að í þessa framkvæmd verði ráðist. Herra forseti. Þess vegna er þetta dúsa upp í einhverja þm. til að fá þá til að samþykkja aðra liði þessarar áætlunar. Ég segi nei.