01.04.1982
Sameinað þing: 73. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3475 í B-deild Alþingistíðinda. (3015)

149. mál, virkjunarframkvæmdir og orkunýting

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Hæstv. iðnrh. mun hafa lagt til að þessu máli yrði vísað til fjvn. Mér finnst það óeðlileg afgreiðsla á máli sem þessu, og ég hygg að það séu vart finnanleg dæmi fyrir því, að efnislegu máli eins og þessu sé vísað til fjvn. Ég tel að það eigi miklu frekar heima í atvmn., sé þess eðlis. Ég legg því til að þessu máli sé vísað til atvmn. í Sþ. Ég tel að það sé óeðlilegt, hvort sem um er að ræða hæstv. ráðh. eða einstaka þm., að menn geti lagt til að málum sé vísað til þeirrar nefndar sem hentar best í vissum tilfellum, heldur hljóti efnisatriði og efnishlið málsins að ráða því, til hvaða nefndar málið fer. Ég legg til að málinu verði vísað til atvmn.