01.04.1982
Neðri deild: 60. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3503 í B-deild Alþingistíðinda. (3050)

55. mál, lánsfjárlög 1982

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Út af þessum óvanalega fyrirlestri um þingsköp vil ég taka það fram og minna á það, að lækkun ríkisútgjalda um 120 millj. var samþykkt við 2. umr. og er því frágengið mál af hálfu þessarar deildar nema fram komi ný till. um það efni. Ég lýsti því yfir, að ég mundi gera fjvn. grein fyrir efni þessarar lækkunar ríkisútgjalda. Það hef ég nú þegar gert og sent bæði fjh.- og viðskn. deildanna og fjvn. ítarlega lista um áform ríkisstj. í þeim efnum. Það stendur því ekkert upp á ríkisstj. hvað þetta atriði snertir. Það liggur ekki fyrir nein tillaga frá stjórnarandstæðingum í þessu máli og liggur þar af leiðandi ekki fyrir neitt tilefni til sérstakra fundarhalda umfram það sem þegar er orðið. Þess vegna sé ég ekki að okkur sé neitt að vanbúnaði að ganga til atkvæða um þetta mál.