02.04.1982
Efri deild: 63. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3536 í B-deild Alþingistíðinda. (3082)

253. mál, ríkisreikningurinn 1978

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til laga um samþykkt á ríkisreikningnum fyrir árið 1978. Ríkisreikningur fyrir árið 1978 hefur verið lagður fyrir þingið og eins og þar kemur fram hafa útgjöld numið 165 260 073 000 kr. á því ári, en tekjur hafa numið heldur lægri fjárhæð svo að mismunur verður 1 609 088 000 kr. Að öðru leyti er ekki ástæða til að fjölyrða um efni ríkisreikningsins sem nánar verður tekinn til meðferðar í nefnd. Ég vil leyfa mér að leggja til að málinu verði að lokinni þessari umr. vísað til hv. fjh.- og viðskn.