02.04.1982
Neðri deild: 61. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3538 í B-deild Alþingistíðinda. (3087)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Eins og allir hv. þdm. sjá hefur hv. deild nú sem mest að vinna. Á dagskrá eru enn óafgreidd 21 mál. Ég bið um góða samvinnu til að sem flest komi fyrir og helst öll, en ég hef ekki áformað að fundur standi lengur en til kl. 7, og enn fremur að hv. þdm. sitji fundinn sem fastast því að vafalaust munu atkv. ganga í síbylju er liða tekur á daginn.

Hv. 1. landsk. þm. hefur kvatt sér hljóðs utan dagskrár og tekur nú til máls, en ég get því miður ekki leyft mjög langar utandagskrárumr.