02.04.1982
Neðri deild: 61. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3558 í B-deild Alþingistíðinda. (3108)

248. mál, fangelsi og vinnuhæli

Dómsmrh. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Á s.l. vori var samþykkt á Alþingi þáltill. varðandi menntun fangavarða. Samkv. henni hefur nefnd skilað tillögum um hvaða skilyrði væri rétt að setja um grunnmenntun fangavarða og hvernig námskeiðahaldi mætti haga til að mennta fangaverði m.a. Skýrslu nefndarinnar hefur verið dreift á Alþingi.

Til þess að skapa grundvöll fyrir setningu reglugerðar um menntun fangavarða svo og um önnur skilyrði, sem rétt þætti að setja um ráðningu manna til fangavarðarstarfa, hefur frv. þetta verið samið. Það er breyting á 12. gr. laga nr. 38/ 1973, um fangelsi og vinnuhæli, en þessi grein hefur verið endurskrifuð þannig að hún taki til alls starfsliðs fangelsa í stað þess starfsliðs eingöngu sem veitir sérhæfða þjónustu, eins og nú er. Er gert ráð fyrir að nánari ákvæði um fyrirkomulag sérhæfðrar þjónustu séu sett með reglugerð.

Ég tel ekki ástæð til að fylgja þessu litla frv. úr hlaði með fleiri orðum, en legg til að því verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. allshn.