02.04.1982
Neðri deild: 61. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3564 í B-deild Alþingistíðinda. (3118)

131. mál, útflutningsgjald af grásleppuafurðum

Garðar Sigurðsson:

Herra forseti. Mér finnst óeðlilegt að Alþingi eða ríkisstj. fari að skipta sér af því, hvernig Samtök grásleppuhrognaframleiðenda haga sínum félagsmálum, og ég verð að segja að ég er dálítið undrandi á að hv. 5. þm. Vestf. skuli gera þessa einu aths. við þetta mál. Ég held að við hljótum að geta treyst mönnum í þessum samtökum fyrir því að hafa þá skipun á sínum málum sem þeim sýnist.