14.04.1982
Efri deild: 65. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3709 í B-deild Alþingistíðinda. (3217)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Helgi Seljan):

Ég býð hv. þdm. velkomna til þings eftir páskaleyfi. — Mér hefur borist svohljóðandi bréf:

„Reykjavík, 14. apríl 1982.

Samkv. beiðni Eyjólfs Konráðs Jónssonar, 5. landsk. þm., sem farinn er til útlanda í opinberum erindagerðum, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður hans, frú Sigurlaug Bjarnadóttir menntaskólakennari, taki á meðan sæti hans á Alþingi.

Virðingarfyllst.

F. h. þingflokks sjálfstæðismanna,

Þorv. Garðar Kristjánsson.“

Sigurlaug Bjarnadóttir hefur áður átt sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili og þarf því eigi að fara fram rannsókn á kjörbréfi hennar. Býð ég hana velkomna til starfa.