15.04.1982
Sameinað þing: 76. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3802 í B-deild Alþingistíðinda. (3279)

210. mál, slysa-, líf- og örorkutryggingar björgunarmanna

Flm. (Pétur Sigurðsson):

Herra forseti. Ég hef ásamt nokkrum öðrum þm. Sjálfstfl. leyf mér að flytja þessa þáltill. Eins og fram kemur í grg. er hún flutt að gefnu tilefni. Í grg. er jafnframt bent á þá miklu þýðingu sem skipulagðar björgunarsveitir hafa haft fyrir okkur, ekki aðeins þá sem sjó sækja hér við land, eldur og aðra sem lent hafa í hrakningum og þurft hafa að fá hjálp.

Við bendum í grg. okkar á ýmsa aðila, sem við teljum þar upp, og bendum þá m.a. á þá sem eru í sveitum Slysavarnafélagsins, en líka flugbjörgunarsveitir og hjálparsveitir skáta og sveitir almannavarna. sem að vísu skarast af hinum fyrrnefndu. Það eru reyndar fleiri aðilar sem hér hafa komið til greina. Það eru starfsmenn Landhelgisgæslunnar, sem hafa unnið mikið að þessum störfum á liðnum áratugum. Við bendum líka réttilega á það mikla framlag sem hefur verið lagt fram í sambandi við björgunarmál hér við land og slysavarnamál af hendi varnarliðsins, sem ekki er ástæða til að gleyma þegar um þetta er rætt frá þessum sjónarhól.

Þótt það sé þegar vitað og allir þekki til, sem hafa kynnt sér málin, að þeir, sem eru í skipulögðum björgunarsveitum, eru tryggðir fyrir slysum og örorku. eru iðgjöld þeirra trygginga greidd af viðkomandi sveitum. Þessar sveitir eru í langflestum tilfellum þannig í stakk búnar að þær verða að mæta sínum útgjöldum með söfnun þeirra fjármuna sem þær þurfa að nota til sinnar starfsemi, þ. á. m. til að standa undir slíkum tryggingum. Við. sem flytjum þessa þáltill., leggjum til að Alþingi álykti að fela ríkisstj. að leita hagkvæmustu leiðar til að koma á sérstakri tryggingu fyrir þá sem kallaðir eru til starfa af almannavörnum og vinna sjálfboðastörf á vegum björgunar- og hjálparsveita við leit og björgun manna sem í háska eru staddir, eins og segir í tillgr. En í tillgr. bendum við jafnframt á að við teljum mjög eðlilegt að það verði kannað til hlítar. hvort slíkar tryggingar eigi ekki heima innan laganna um Viðlagatryggingu Íslands. Þannig vill nú til, að frv. um breytingu á þeim lögum er komið fram í hv. Ed. og er komið þar til umr. Tel ég rétt að þeir flm. að þessari þáltill., sem þar eiga sæti, athugi hvort ekki sé möguleiki á að ná þessum breytingum fram undir meðferð málsins í deildum þingsins því að ljóst er að allir gera sér grein fyrir því, að þessa þáltill., þótt hún hafi komið seint fram, hefði verið hægt að afgreiða. en vegna anna í þinginu hefur ekki tekist að fá hana á dagskrá eða til umr. fyrr.

Þetta er mál sem ég vildi beina til hv. Ed.-manna, sem áhuga hafa á málinn, að athuga rækilega, því að í sjálfu sér er ekki aðalatriðið fyrir okkur að fá þáltill. samþykkja sem slíka, heldur að tryggja öryggi þeirra manna sem vinna að þessum nauðsynlegu störfum. Við höfum ákaflega sorglegt dæmi úr nágrannabyggð okkar, frá Vestmannaeyjum, þegar björgunarmenn létu líf sitt þar á s.l. vetri við björgun erlendra sjómanna. Þetta hefur því miður komið oft fyrir áður, bæði dauðaslys og reyndar líka önnur slys sem hafa valdið örorku og örkumlum, og ég þekki dæmi þess, að slíkir menn hafa verið ótryggðir með öllu. Ef ekki á að fyrirbyggja að menn séu kallaðir til slíkra starfa eða bjóðist til þess, eins og reyndar býr í hverjum manni, að reyna að leggja hönd að ef einhver annar er í hættu og þarfnast hjálpar, þá eigum við að sjá sóma okkar í því, Íslendingar, sem þurfum jafnmikið á þessu að halda og raun ber vitni um, að sjá um að björgunarmenn séu tryggðir þannig að þá sjálfa reki ekki upp á sker, ef þeir slasast, eða fjölskyldur þeirra ef þeir falla frá.

Ég skal ekki orðlengja þetta frekar, herra forseti. Ég legg til að þáltill. verði vísað til allshn. að lokinni umr.