16.04.1982
Neðri deild: 64. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3878 í B-deild Alþingistíðinda. (3336)

262. mál, hlutafé Íslands í Alþjóðabankanum

Frsm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Hæstv. viðskrh. gerði ágæta grein fyrir máli þessu við 1. umr. og ég sé því ekki ástæðu til að fara um frv. þetta mörgum orðum, en það felur í sér heimild til handa ríkisstj. til að hækka hlutafé Íslands í Alþjóðabankanum úr 22.2 millj. bandaríkjadollara í allt að 68 millj. bandaríkjadollara miðað við gullgengi dollars 1. júlí 1944. Hér er um að ræða mál sem miðar að því, að við höldum áfram með sama hætti og við höfum gert að taka þátt í því samstarfi, sem við höfum tekið þátt í lengi í Alþjóðabankanum, og nýtum okkur heimildir til að auka hlutafé í bankanum.

Nefndin leggur til að frv. þetta verði samþykkt, en hv. þm. Albert Guðmundsson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.