16.04.1982
Neðri deild: 64. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3883 í B-deild Alþingistíðinda. (3345)

269. mál, Tónskáldasjóður Íslands

Flm. (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. hans góðu undirtektir og tek undir þau orð hans, að nauðsynlegt sé að taka til endurskoðunar allt launa- og styrkjakerfi listamanna í landinu. Ég held að það sé öldungis rétt að það þurfi að marka miklu skýrari stefnu þannig að ein höndin viti hvað önnur gerir og að það fé, sem rennur til þess arna af opinberri hálfu, megi betur nýtast.