16.04.1982
Neðri deild: 64. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3890 í B-deild Alþingistíðinda. (3353)

168. mál, dýralæknar

Landbrh. (Pálmi Jónsson):

Herra forseti. Ég sé ástæðu til að þakka hv. landbn. fyrir afgreiðslu á þessu máli. Ég sé jafnframt ástæðu til þess vegna orða hv. síðasta ræðumanns að rifja það upp, að frv. þetta er samið af stjórnskipaðri nefnd. Það er lagt fram óbreytt eins og sú nefnd gekk frá því sem stjfrv., og þær breytingar, sem lagðar eru til í brtt. hv. nefndar, eru gerðar með fullu samþykki mínu og með fullu samþykki hæstv. heilbrmrh. Um þetta mál er enginn ágreiningur á milli þessara tveggja ráðh. í ríkisstj. Allar getsakir um hið gagnstæða eru úr lausu lofti gripnar og óþarfar.

Ég endurtek svo, að ég lýsi fylgi mínu við þær brtt. sem fram eru komnar. Hitt er svo annað mál, að einstakir starfsmenn rn. geta haft mismunandi skoðanir á því, hvaða tiltekin svið í löggjöf eiga heima hjá þessu rn. eða öðru.