19.04.1982
Neðri deild: 65. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3934 í B-deild Alþingistíðinda. (3415)

168. mál, dýralæknar

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég beindi þeirri fsp. til hæstv. landbrh., þegar málið var til umr. á föstudaginn, hvort ekki mætti reikna með því, að annar dýralæknir yrði ráðinn til starfa í Suður-Þingeyjarsýslu svo fljótt sem verða má, ef þetta frv. verður að lögum. Ég minnti á það, að við afgreiðslu fjárlaga var gefin yfirlýsing af hæstv. fjmrh. um að gert væri ráð fyrir þeirri fjárveitingu á fjárlögum. Alþingi gerði því ráð fyrir við fjárlagaafgreiðsluna að fjölgað yrði um einn dýralækni í Suður-Þingeyjarsýslu strax á miðju ári eða jafnvel fyrr eða um leið og þetta frv. yrði að lögum. — Ég vil ítreka þessa fsp. mína til hæstv. landbrh., hvort ekki verði við þetta staðið þannig að Þingeyingar megi búast við að fjölgað verði um annan dýralækni þar strax í sumar.