19.04.1982
Neðri deild: 65. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3941 í B-deild Alþingistíðinda. (3424)

168. mál, dýralæknar

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Ef þessar tvær merkilegu greinar yrðu felldar væri hægt að líta svo á, að Alþingi væri þeirrar skoðunar að dýralæknar ættu að aka krókótt, en ekki beint. Í því mikla vafamáli treysti ég mér ekki til að taka afstöðu og greiði því ekki atkv.