19.04.1982
Neðri deild: 65. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3942 í B-deild Alþingistíðinda. (3430)

168. mál, dýralæknar

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Mér varð á að fara greinavillt, því miður. Hér er ekki verið að fjalla um hvort dýralæknar eigi að aka beint eða krókótt, heldur hversu hagstæð lán þeir eigi að fá til að aka annaðhvort beint eða krókótt. Ég hef sömu afstöðu til þessarar greinar og hv. þm. Vilmundur Gylfason o.fl. og segi nei.