19.04.1982
Neðri deild: 65. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3942 í B-deild Alþingistíðinda. (3432)

168. mál, dýralæknar

Félmrh. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Hér er komið að lokum afgreiðslu máls sem þingið hefur lagt mikla alúð við, og nú hafa gengið atkv. um allar greinar frv. Ég tel óeðlilegt að setja inn í frv. lagaákvæði af því tagi sem hér er gerð tillaga um, þó að út af fyrir sig hefði getað komið til greina að hafa í þessum lögum, eins og gjarnan er gert, ákvæði um að endurskoðun skuli fara fram eftir nokkur ár. En ég tel óeðlilegt að setja inn ákvæði um að frv. falli úr gildi á þessum tíma. Það er ekki vegna þess að ég óttist að þar með missi dýralæknar sinn símastyrk á þessari dagsetningu, ef lögin verða ekki endurskoðuð, heldur af öðrum ástæðum, og ég segi því nei.