21.04.1982
Neðri deild: 67. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4054 í B-deild Alþingistíðinda. (3604)

211. mál, verðlag og samkeppnishömlur

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Vegna ummæla sem ég heyrði úr forsetastóli um leið og ég gekk inn í þinghúsið þar sem hæstv. forseti lét þess getið, að það sæist við nafnakall hvaða þm. væru fjarverandi án leyfis, vil ég taka það fram, að ég var upptekinn á fundi í sjútvn. Nd. og að þeim fundi fékkst ekki frestað þrátt fyrir það að fundur hefði hafist í Nd. Svo lá á að ná ágreiningsmáli þar út úr nefnd að ekki var hægt að verða við þeirri sanngjörnu beiðni að fresta fundinum um sinn til þess að menn gætu gegnt þingskyldu sinni hér í fundarsal Nd. Ég vil vænta þess, að hæstv. forseti sýni röggsemi og geri tilhlýðilegar ráðstafanir til þess að formenn nefnda taki fullt tillit til hans og virðingar deildarinnar.