21.04.1982
Neðri deild: 67. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4054 í B-deild Alþingistíðinda. (3607)

216. mál, ábúðarlög

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Ég vek athygli á því, að sé þessi till., sem nú er til atkv. hér í hv. deild, felld, þá er verið að mismuna borgurum landsins. Það er verið að taka ákvörðun um að jarðanefndir, sem kjörnar eru innan sýslna hér í landi, hafi enga heimild til þess að gera undanþágu frá þessu ákvæði ábúðarlaganna, hversu gáfulegt sem það kann að vera. Slíkir samningar, sem settir eru í lög, eru í fyllsta máta ósiðlegir og geta jafnvel brotið í bága við stjórnarskrá landsins. Því segi ég já.