26.04.1982
Efri deild: 72. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4161 í B-deild Alþingistíðinda. (3795)

298. mál, eftirlaun alþingismanna

Frsm. (Guðmundur Bjarnason):

Herra forseti. Fjh.og viðskn. Ed. hefur tekið til athugunar frv. til l. um breyt. á lögum nr. 46 frá 1965, um eftirlaun alþingismanna, lögum nr. 47/1965, um eftirlaun ráðherra, svo og lögum nr. 29 frá 1963, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, sbr. lög nr. 49/1973, lög nr. 21/1975 og lög nr. 98/1980, um breyting á þeim lögum.

Nefndin hefur rætt frv. og leggur til að það verði samþykkt óbreytt. Fjarverandi við afgreiðslu málsins í nefndinni voru hv. þm. Gunnar Thoroddsen og Ólafur Ragnar Grímsson, en undir nál. skrifa Guðmundur Bjarnason, Kjartan Jóhannsson, Lárus Jónsson, Sigurlaug Bjarnadóttir og Davíð Aðalsteinsson.