09.11.1981
Sameinað þing: 15. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 553 í B-deild Alþingistíðinda. (387)

Rannsókn kjörbréfs

Forseti (Steinþór Gestsson):

Eftirfarandi bréf hefur borist:

„Hjörleifur Guttormsson, 5, þm. Austurl., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á fórum til útlanda í opinberum erindum leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Alþb. í Austurlandskjördæmi, Sveinn Jónsson verkfræðingur, Egilsstöðum, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Sverrir Hermannsson,

forseti Nd.

Sveinn Jónsson verkfræðingur hefur áður setið á Alþingi á þessu kjörtímabili. Þarf því ekki að rannsaka kjörbréf hans. Býð ég hann velkominn til starfa.

Í öðru lagi hefur borist eftirfarandi bréf:

„Ritari þingflokks Sjálfstfl. hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Samkv. beiðni Geirs Hallgrímssonar, 1. þm. Reykv., sem farinn er til útlanda í opinberum erindagjörðum, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður hans, frú Ragnhildur Helgadóttir, taki á meðan sæti hans á Alþingi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Sverrir Hermannsson,

forseti Nd.

Ragnhildur Helgadóttir hefur áður setið á þingi á þessu kjörtímabili. Þarf því eigi að rannsaka kjörbréf hennar. Býð ég hana velkomna til starfa.

Í þriðja lagi hefur borist svofellt bréf:

„Formaður þingflokks Alþfl. hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Samkv. beiðni Karls Steinars Guðnasonar, 3. landsk. þm., sem vegna utanfarar til að sitja þing Sameinuðu þjóðanna mun ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér samkv. 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður landsk. þm. Alþfl., Finnur Torfi Stefánsson lögmaður, Reykjavík, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fara fram rannsókn kjörbréfs í sameinuðu þingi.

Helgi Seljan,

forseti Ed.

Fyrir liggur kjörbréf fyrir Finn Torfa Stefánsson, útgefið af landskjörstjórn. Vil ég biðja kjörbréfanefnd að athuga kjörbréfið. Á meðan hún er að störfum verður gefið fundarhlé í 8 mínútur. — [Fundarhlé.]