27.04.1982
Sameinað þing: 80. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4214 í B-deild Alþingistíðinda. (3883)

Umræður utan dagskrár

Matthías Bjarnason:

Herra forseti. Ég þakka svör hæstv. forseta. Sþ. og svör hæstv. forsrh. Mér þykir leitt að heyra að það skuli standa svo lengi á svörum frá Alþingi sem ég tel að eigi að vera öðrum stofnunum til fyrirmyndar í sambandi við svör. Ég óska eftir því og bið hæstv. forsrh. að hugleiða það, hvort ekki sé rétt að forsrn. skrifi bréf þar sem óskað er eftir svari í síðasta lagi tiltekinn dag, sem mér finnst að þurfi ekki að vera langt undan eftir svo langan meðgöngutíma sem þessi fsp. hefur haft. En ef svar verður ekki komið óska ég sem fyrirspyrjandi eftir því, að svör annarra aðila séu prentuð og séu send alþm. þó Alþingi hafi lokið störfum. Þetta vil ég í fullri vinsemd biðja hæstv. forsrh. að athuga.