09.11.1981
Efri deild: 10. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 554 í B-deild Alþingistíðinda. (391)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Helgi Seljan):

Mér hefur borist svohljóðandi bréf:

„Samkvæmt beiðni Davíðs Aðalsteinssonar, 3. þm. Vesturl., sem vegna utanfarar til að sitja þing Sameinuðu þjóðanna mun ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér samkv. 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Framsfl. í Vesturlandskjördæmi, Jón Sveinsson lögfræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.

Jóhann Einvarðsson,

ritari þingflokks Framsfl.“

Jón Sveinsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og þarf því ekki að rannsaka kjörbréf hans. Býð ég hann velkominn til starfa.