28.04.1982
Efri deild: 75. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4279 í B-deild Alþingistíðinda. (3927)

216. mál, ábúðarlög

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Landbn. hefur haft til umfjöllunar frv. til laga- um breytingu á ábúðarlögum.

Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt eins og það var afgreitt. frá Nd. Samkvæmt frv. er gert ráð fyrir að jarðanefnd geti undanþegið stéttarfélög byggingarskyldu á jörð ef hún er vel fallin til útivistar og orlofsheimili félagsmanna eru þar starfrækt eða áformuð:

Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt: