28.04.1982
Efri deild: 75. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4287 í B-deild Alþingistíðinda. (3950)

155. mál, námslán og námsstyrkir

Frsm:

(Davíð Aðatsteinsson): Herra forseti. Menntmn. hefur haft til umfjöllunar frv: til l. um námslán og námsstyrki: Eins og hv: alþm. er vafalaust kunnugt ríkti samstaða um þetta mál í Nd. Að vísu voru þar á ferðinni smávægilegar brtt. sem voru samþykktar.

Þetta frv. um námslán og námsstyrki gerir í fyrsta lagi ráð fyrir að námslán, sem hafa til skamms tíma numið 85% af reiknaðri fjárþörf námsmanna, hækki í 100% í þremur áföngum þannig að 100% markinu verði náð 1. jan. 1984. Jafnframt verða þær breytingar samkvæmt frv., að árleg endurgreiðsla af námsláni miðist við tiltekið hlutfatt af útsvarsstofni næsta árs á undan endurgreiðsluári. Árleg endurgreiðsla nemi ekki lægri fjárhæð, en 1200 nýkr. miðað við Verðlag 1. jan. 1980, en heimilt er að veita undanþágu frá þeirri lágmarksendurgreiðslu ef sérstaklega stendur á. Þá er gert ráð fyrir að hámarksendurgreiðslutími verði 40 ár — ég vil taka fram að á þessu varð breyting í Nd.; það var gert ráð fyrir 30 árum í frv. svo og að endurgreiðslur skuli áð jafnaði, standa yfir í fimm ár hið skemmsta.

Auk þessa kemur fram í frv. að það verður breyting þar sem fjallað er um hina svokölluðu 20 ára reglu.

Ég vil leyfa mér að lesa hér úr 2. gr: Þar stendur: „Lánasjóði er heimilt að veita fjárhagsaðstoð öðrum námsmönnum en þeim sem tilgreindir eru í 1. gr. og 1. málsgr. þessarar greinar, enda hafi námsmenn þessir náð 20 ára aldri á því almanaksári, sem lán eru veitt, og stundi sérnám. “Vegna þess, sem hér stendur, tel ég mér skylt, með leyfi forseta, að lesa það sem stendur í 1. gr.:

„Meginhlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að veita íslenskum námsmönnum fjárhagsáðstoð til framhaldsnáms við stofnanir er gera sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar nemenda og gerðar: eru til háskólanáms hérlendis.“ Enn fremur er gert ráð fyrir að námslán verði framvegis veitt gegn ábyrgðaryfirlýsingu eins manns í stað tveggja áður: Verðtrygging lánanna miðist framvegis við lánskjaravísitölu. Gert er ráð fyrir að endurgreiðslur lánanna verði lögtakskræfar, ef um vanskil er að ræða, og jafnframt er gert ráð fyrir að námsmönnum verði tryggð aðild.að lífeyrissjóði og komi það atriði til framkvæmda í ársbyrjun 1985:

Það skal Játað að hv. menntmn. hefði e.t.v. átt að gefa sár betri tíma til að athuga þetta frv. Hins vegar vitum við öll að það er mikil pressa í þinginu; hart lagt að hv. alþm. að afgreiða mál, og auðvitað verðum við áð treysta félögum okkar í annarri deild.

Fjarverandi afgreiðslu málsins voru hv. þm. Þorv. Garðar Kristjánsson og Ólafur Ragnar Grímsson.

Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt eins og það var afgreitt frá Nd. Það var enginn ágreiningur í nefndinni.