28.04.1982
Efri deild: 75. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4291 í B-deild Alþingistíðinda. (3953)

155. mál, námslán og námsstyrkir

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Auðvitað gat maður án von á því, að hv. alþm. stæðu hér upp og hefðu ýmislegt að afgreiðslu málsins að athuga.

Ég vil lýsa því yfir hér, að ég mun beita mér fyrir því að kalla saman hv. menntmn., ekki síst til þess að skoða eilítið nánar endurgreiðsluákvæði frv. Ég þarf ekki að hafa fleiri orð um það. Hins vegar vildi ég mega segja um það frv., sem hér var til umr. á dögunum, þ.e. um Sinfóníuhljómsveit Íslands, að mér þóttu sumar af þeim brtt., sem fram komu frá hv. þm. Þorv. Garðar Kristjánssyni og Salome Þorkelsdóttur, heldur viturlegar, enda studdi ég þær sumar. Hins vegar hafnaði ég þeim sem mér þóttu óviturlegar. En mér hefði aldrei dottið í hug, enda gerði ég það ekki, að gera þessar brtt. tortryggilegar, og ég er ekki viss um að það hafi í sjálfu sér verið gert. Auðvitað bítast menn hér, það er gangur málanna.

En að endingu lýsi ég því yfir, að ég mun kalla saman menntmn.-fund og athuga nánar endurgreiðsluákvæði þess frv. sem hér er til umr.