28.04.1982
Neðri deild: 73. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4320 í B-deild Alþingistíðinda. (4037)

Umræður utan dagskrár

Alexander Stefánsson:

Herra forseti. Ég skal ekki tefja þessar umr. Ég vit aðeins geta þess, að í gildandi fjárlögum er sérmerkt fjárhæð til orkujöfnunar í landinu. Það þarf ekki að ræða um það, sú fjárhæð er tilgreind.

Ég vil svo segja það að lokum að þessar umr. hafa verið ágætar að vissu marki. Þær hafa skýrt málin, en aðgerða er þörf. Það, sem þarf að gera núna strax, er að ríkisstj. ákveði beina niðurgreiðslu á þessu ári, ekki aðeins á olíu, heldur einnig raforku til húsahitunar. Það má deila um hvað þessar upphæðir eigi að vera háar, þær geta legið á bilinu frá 40 til 70 millj. kr. Ég tel að þetta sé hægt. Svo þarf að nota tímann milli þinga til að undirbúa heilsteypta löggjöf um jöfnun orkukostnaðar, ekki síst til húsahitunar í landinu. Þetta tel ég að eigi að vera meginstefnan. Og ég get sagt það hér, að ég mun beita mér fyrir því, að þingflokkur Framsfl. geri nú þessa dagana harða hríð að ríkisstj. um að hún framkvæmi þetta, sem ég tel að séu bein loforð fyrir.