29.04.1982
Sameinað þing: 84. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4369 í B-deild Alþingistíðinda. (4101)

Almennar stjórnmálaumræður

Forseti (Jón Helgason):

Umræðan fer þannig fram, að hver þingflokkur fær til umráða hálfa klukkustund. Auk þess fá sjálfstæðismenn, sem styðja ríkisstj., 20 mínútna ræðutíma. Umferðir verða tvær, 15–20 mínútur í fyrri umferð og 10–15 mínútur í þeirri síðari, en sjálfstæðismenn, sem styðja ríkisstj., fá til umráða 10–15 mínútur í fyrri umferð og 5–10 mínútur í síðari umferð.

Röð flokkanna verður þessi í báðum umferðum: Sjálfstæðismenn sem styðja ríkisstj., Sjálfstfl., Alþb., Alþfl. og Framsfl. Ræðumenn verða fyrir sjálfstæðismenn sem styðja ríkisstj.: Gunnar Thoroddsen forsrh. í fyrri umferð, en Friðjón Þórðarson dómsmrh. í síðari umferð. Fyrir Sjálfstfl.: Salome Þorkelsdóttir, 4. landsk. þm., og Halldór Blöndal, 7. landsk. þm., í fyrri umferð og Geir Hallgrímsson, 1. þm. Reykv., í síðari umferð. Fyrir Alþb. Svavar Gestsson félmrh. í fyrri umferð, en Guðrún Helgadóttir, 8. landsk. þm., og Skúli Alexandersson, 4. þm. Vesturl., í síðari umferð. Fyrir Alþfl.: Karl Steinar Guðnason, 3. landsk. þm., og Jóhanna Sigurðardóttir, 10. landsk. þm., í fyrri umferð, en Karvel Pálmason, 6. landsk: þm., í síðari umferð. Fyrir Framsfl.: Steingrímur Hermannsson sjútvrh. í fyrri umferð og Ingvar Gíslason menntmrh. í síðari umferð.

Hefst nú umr. og tekur fyrst til máls Gunnar Thoroddsen forsrh. og talar af hálfu sjálfstæðismanna sem styðja ríkisstj.