30.04.1982
Efri deild: 78. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4411 í B-deild Alþingistíðinda. (4121)

273. mál, járnblendiverksmiðja í Hvalfirði

Lárus Jónsson:

Herra forseti. Þegar frv. til l. um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði var til umr. og afgreiðslu á Alþingi á sínum tíma átti ég sæti í iðnn. Nd. Þar lágu fyrir gögn þar sem spáð var tapi á fyrirtækinu a.m.k. fyrstu árin. Mér virtust yfirgnæfandi líkur á að það fjármagn skattborgaranna, sem binda ætti í fyrirtækinu og mannvirkjum tengdum því, mundi ekki skila sér aftur í þjóðarbúið. Ég lýsti mig því andvígan eignaraðild ríkisins að járnblendiverksmiðjunni.

Því miður hefur reynslan sýnt að þessar áhyggjur mínar voru ekki ástæðulausar. Úr því sem komið er má vera að ekki sé annarra kosta völ en slíkra aðgerða sem þetta frv. gerir ráð fyrir. En í samræmi við fyrri afstöðu mína tek ég ekki þátt í afgreiðstu málsins. Ég greiði ekki atkv.