30.04.1982
Neðri deild: 75. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4452 í B-deild Alþingistíðinda. (4193)

232. mál, öryggisráðstafanir gegn jónandi geislum

Frsm. (Guðrún Helgadóttir):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. sem liggur fyrir á þskj. 792. en það er um frv. til l. um breytingu á lögum um öryggisráðstafanir gegn jónandi geislum frá geislavirkum efnum og geislatækjum.

Þetta frv. er stutt. Efni þess er að með þessari breytingu er tekið upp eftirlit með innflutningi og notkun geislatækja er framleiða útfjólubláa geisla, m.a. er þar um að ræða sólarlampa af öllu tagi, og heimilað að eftirlit sé haft með innflutningi og notkun annarra sambærilegra geislatækja.

Þetta mál hefur þegar hlotið afgreiðslu í Ed. og var einróma samþykkt að mæla með samþykkt þess. Heilbr.- og trn. Nd. hefur orðið ásátt um að mæla með samþykkt frv.