30.04.1982
Neðri deild: 75. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4454 í B-deild Alþingistíðinda. (4196)

258. mál, Viðlagatrygging Íslands

Félmrh. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að þakka hv. heilbr.- og trn. fyrir góða afgreiðslu á þessu máli. Sömuleiðis vil ég sérstaklega þakka frsm. nefndarinnar fyrir þær ábendingar sem fram hafa komið frá honum varðandi samningu reglugerða og skilgreiningaratriði á einstökum greinum frv. þessa ef það verður að lögum. Ég minni á að í frv, er gert ráð fyrir að breyting laganna taki gildi frá 1. jan. 1983, þannig að síðari hluti ársins yrði notaður til að vinna að reglugerðarsmíð ef þetta verður nú að lögum, eins ég leyfi mér að gera mér vonir um. — Ég flyt sem sagt nefndinni og frsm. hennar þakkir fyrir góðar ábendingar.