03.05.1982
Neðri deild: 78. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4495 í B-deild Alþingistíðinda. (4248)

178. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Ég vil færa nm. í fjh.- og viðskn. hv. deildar mínar bestu þakkir fyrir vel unnin störf og afgreiðslu á því máli, sem hér liggur fyrir, og vænti þess, að menn láti ekki orð hv. 7. landsk. þm., sem er ritari deildarinnar mér á hægri hönd, valda neinum misskilningi í því, að þó ekki hafi tekist að ljúka öllum þeim verkefnum, sem fyrir nefndina voru lögð, þá beri að þakka henni það, sem hún hefur vel gert og þingið að afgreiða það með eðlilegum hætti, því að nú líður mjög að þinglokum.

En mitt erindi er fyrst og fremst að færa nefndinni mínar bestu þakkir fyrir afgreiðslu málsins.