04.05.1982
Neðri deild: 80. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4607 í B-deild Alþingistíðinda. (4391)

272. mál, Kísiliðjan

Frsm. (Skúli Alexandersson):

Herra forseti. Þetta frv. til l. um aukningu hlutafjár í Kísiliðjunni hefur verið til athugunar hjá iðnn. deildarinnar eftir að hafa hlotið afgreiðslu og samþykkt í hv. Ed. Hér er um að ræða,að samþykkja heimild fyrir ríkisstj. til að yfirtaka kröfur að jafnvirði allt að 1.3 millj. bandaríkjadollara í íslenskum krónum á hendur Kísiliðjunni hf. og leggja þá fjárhæð fram til aukningar á hlutafé ríkissjóðs í Kísiliðjunni.

Í aths. við frv. er sagt að markmiðið með þessum fjárstuðningi sé að treysta rekstrargrundvöll og treysta greiðsluafkomu fyrirtækisins. Iðnn. hafði mjög takmarkaðan tíma til að athuga þetta mál og hefur varla sannfærst um að með þessum aðgerðum verði rekstur fyrirtækisins tryggður. Nefndin hafði upplýsingar um, að málið hefði verið athugað rækilega í hv, iðnn. Ed., og er sammála um að aðgerða sem þessara sé þörf til að koma í veg fyrir að rekstur fyrirtækisins stöðvist. Mætir nefndin öll með samþykkt frv.