04.05.1982
Neðri deild: 80. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4609 í B-deild Alþingistíðinda. (4396)

291. mál, lagmetisiðnaður

Frsm. meiri hl. (Skúli Alexandersson):

Herra forseti. Þetta frv. um breyt. á lögum um lagmetisiðnað og Þróunarsjóð lagmetisiðnaðarins felur í sér framlengingu á svokölluðum starfsréttindum stofnunarinnar, Þau réttindi eru fyrst og fremst einkaréttarstaða, aðstaða til sölu á niðurlögðum sjávarafurðum til Austur-Evrópu.

Meiri hl. iðnn. hefur fallist á efni frv. og mælir með samþykkt þess, en einn nm., hv. þm. Magnús H, Magnússon; mun skilá séráliti.