04.05.1982
Neðri deild: 83. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4625 í B-deild Alþingistíðinda. (4441)

273. mál, járnblendiverksmiðja í Hvalfirði

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég óska eftir að fá tækifæri til að afla mér þeirra þskj., sem málið fjallar um, og óska að hlé verði gert á umr. á meðan og ég geti síðan haldið áfram minni ræðu. (Forseti: Hv. þm., skrifari deildarinnar, hefur fengið þessi þskj. í hendur eins og allir aðrir hv. þm. Ég bendi hv. þm. á að 3. umr. er eftir og þá verður hann örugglega búinn að afla sér allra skjala. Þá skal ég gefa honum ótakmarkaðan tíma til að tala um málið.) Nú sætti ég mig ekki við það og ég veit að hæstv. forseti veit af reynslu að ég get talað býsna lengi. (Forseti: Ég mun fallast á að gera hlé á umr.)