04.05.1982
Efri deild: 84. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4657 í B-deild Alþingistíðinda. (4463)

303. mál, ábyrgð á lánum til kaupa á ferjuskipi Skallagríms

Frsm. (Guðmundur Bjarnason):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. þessarar deildar hefur tekið til athugunar frv. til l. um heimild fyrir ríkisstj. að veita sjálfskuldarábyrgð á lánum til kaupa á ferjuskipi Skallagríms hf. Í Nd. var gerð ein brtt. á frv. eins og það var lagt fyrir. Fjh.- og viðskn. þessarar deildar er sammála um að mæla með því að frv. verði samþykkt eins og það var afgreitt frá Nd.

Fjarverandi við afgreiðslu málsins voru hv. þm. Gunnar Thoroddsen og Ólafur Ragnar Grímsson, en undir nál. skrifa Guðmundur Bjarnason, Kjartan Jóhannsson, Davíð Aðalsteinsson, Lárus Jónsson og Eyjólfur Konráð Jónsson.