07.05.1982
Neðri deild: 88. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4865 í B-deild Alþingistíðinda. (4653)

Tilhögun þingfunda

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Ég vil taka það fram um fundarhöld í dag, að fundi verður nú haldið áfram til kl. 12. Síðan verður gefið matarhlé 12–13.30 og síðan áfram fundur til 5. Frekari ákvarðanir hafa ekki verið teknar. Forseti telur sér það ekki fært, minnugur þess að hann hefur starfað undir hótunum um lögsókn fyrir brot á vinnuverndarlögum. En ef við eigum óunnin verk þá og ekkert frekara samkomulag hefur verið gert, þá geri ég fremur ráð fyrir því, að þar næsti fundur verði boðaður á mánudag kl. 2.