10.11.1981
Sameinað þing: 17. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 609 í B-deild Alþingistíðinda. (467)

Umræður utan dagskrár

Viðskrh. (Tómas Árnason):

Herra forseti. Ekki skal ég draga úr þýðingu Framkvæmdastofnunar ríkisins og mikilvægi hennar, en ég vil taka undir það, sem hæstv. utanrrh. sagði um þessa málsmeðferð, að mér finnst það algjör óhæfa að fresta fundum Alþingis vegna þess að það sé búið að ákveða áður fund í einhverri ríkisstofnun, þó að hún sé þýðingarmikil. Ég held að það væri þess vegna ráð að menn frestuðu snarlega stjórnarfundi í Framkvæmdastofnun ríkisins og þessi fundur héldi áfram.