07.05.1982
Neðri deild: 89. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4921 í B-deild Alþingistíðinda. (4711)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Dagskrá þessa fundar er að vísu tæmd. Í þessu umrædda máli lá fyrir till. til rökstuddrar dagskrár frá sex hv. þdm. úr meiri hl. félmn. Nú voru einir þrír hv. þdm. á mælendaskrá þegar ég frestaði umr. og tók málið út af dagskrá á þessum fundi. En ef svo skipast mál að þeir falla frá orðinu, þá get ég gefið færi á að setja nýjan fund með þessu máli og ganga þá þegar í stað til atkv. um hina rökstuddu dagskrá. (GHelg: Má ég spyrja forseti, er ekki lokið alveg fundum í Ed.?)