07.05.1982
Neðri deild: 89. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4922 í B-deild Alþingistíðinda. (4712)

Umræður utan dagskrár

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Ég var á mælendaskrá í því máli sem hv. síðasti ræðumaður fjallaði um. Við vorum þrír reyndar. Ég get ekki hugsað mér að falla frá orðinu. Hv. þm. Vilmundur Gylfason kastaði fram ýmsum ásökunum í ræðu sinni um þetta mál og því þarf að sjálfsögðu að svara verði málið tekið upp. Sá hv. þm. kaus í umr. áðan að tala í langan tíma um Hæstarétt, og ég tel að hann hafi með því sjálfur drepið þetta mál.