07.05.1982
Sameinað þing: 91. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4928 í B-deild Alþingistíðinda. (4738)

Þinglausnir

Forseti (Jón Helgason):

Ég mun nú gefa yfirlit yfir störf Alþingis.

Þingið hefur staðið yfir frá 10. október til 19. desember 1981 og frá 20. janúar til 7. maí 1982, alls 179 daga.

Þingfundir hafa verið haldnir:

Í neðri deild

89

Í efri deild

93

Í sameinuðu þingi

91

Alls

273

Þingmál og úrslit þeirra:

I. Lagafrumvörp:

1.

Stjórnarfrumvörp:

a.

Lögð fyrir neðri deild

38

b.

Lögð fyrir efri deild

47

c.

Lögð fyrir sameinað þing

2

87

2. Þingmannafrumvörp:

a. Borin fram í neðri deild

54

b. Borin fram í efri deild

29

83

170

Úrslit urðu þessi:

a) Afgreidd sem lög:

Stjórnarfrumvörp

70

Þingmannafrumvörp

14

84

b) Vísað til ríkisstjórnarinnar:

Þingmannafrumvörpum

5

e) Afgreitt með rökstuddri dagskrá:

Þingmannafrumvarp

l

d) Felld:

Þingmannafrumvörp

2

e) Ekki útrædd:

Stjórnarfrumvörp

17

Þingmannafrumvörp

61

78

170

II. Þingsályktunartillögur:

Bornar fram í sameinuðu þingi

90

Úrslit urðu þessi:

a) Ályktanir Alþingis

35

b) Vísað til ríkisstjórnarinnar

4

e) Tekin aftur

1

d) Ekki útræddar

50

90

III. Fyrirspurnir:

Í sameinuðu þingi 111. Sumar eru fleiri saman á

þingskjali svo að málatala þeirra er ekki nema

58

Allar voru fyrirspurnir þessar ræddar eða svarað

skriflega nema 17

Mál til meðferðar í þinginu alls

318

Skýrslur ráðherra voru

12

Tala prentaðra þingskjala

957

Þetta yfirlit gefur til kynna þann fjölda mála sem fjallað hefur verið um á því Alþingi sem nú hefur lokið störfum. Að baki afgreiðslu þeirra liggur mikil vinna í nefndum þingsins og umræður hér í þingsölum. Í nefndastörfum hafa menn lagt sig fram við að reyna að ná samkomulagi og afgreiða mál á farsælan hátt. Samstaða hefur orðið um flest, en í öðru hefur meiri hluti ráðið. Reynslan mun skera úr hvernig þar hefur til tekist, en öll væntum við þess, að þjóðinni megi sem mest gagn og gæfa af störfum okkar hljótast.

Að þessu sinni er löggjafarstarfinu lokið. Ég þakka hæstv. ríkisstjórn og hv. alþingismönnum ánægjulegt samstarf á þessu þingi og umburðarlyndi í minn garð. Sérstakar þakkir færi ég varaforsetum sem jafnan hafa veitt mér bestu aðstoð. Skrifurum þingsins þakka ég ágætt starf. Skrifstofustjóra og öllu starfsfólki Alþingis flyt ég kærar þakkir fyrir mikið og gott starf og ánægjulega samvinnu.

Að lokum óska ég hv. alþm. og fjölskyldum þeirra gæfu og gengis og góðrar heimkomu og heimferðar. Það er von mín, að við megum öll hittast heil til starfa á komandi hausti.

Landsmönnum öllum óska ég árs og friðar.