16.11.1981
Neðri deild: 12. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 779 í B-deild Alþingistíðinda. (547)

96. mál, tímabundið vörugjald

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég kveð mér hljóðs til að vekja athygli á að hér er á ferðinni eitt af skattafrv. hæstv. ríkisstj. Gert er ráð fyrir að framlengja einn vinstristjórnarskattinn til næsta árs. Hæstv. fjmrh. sér á hinn bóginn ekki ástæðu til að mæla fyrir frv. og skýra þær sérstöku orsakir sem liggja til þess, að það er nú lagt fram. Ég óskaði nafnakalls við þessa atkvgr. til að vekja athygli á skeytingarleysi ráðh. og beini því jafnframt til hæstv. forseta, að hann reyni að sjá svo til að hæstv. fjmrh. hafi tök á að mæla fyrir þeim frv. sem fela í sér aukna skattheimtu á borgarana, áður en þau eru tekin fyrir. Ég greiði ekki atkv.