16.11.1981
Neðri deild: 12. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 805 í B-deild Alþingistíðinda. (581)

70. mál, framleiðsluráð landbúnaðarins

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Ég ætla ekki að gera þetta frv. sem heild að umræðuefni, heldur aðeins 7. gr. Ástæðan fyrir því, að ég tek hana sérstaklega fyrir, er að ég sé að hér eru flm. tveir þm. Vestf., og mér sýnist að hún muni hitta þá fyrsta fyrir verði hún samþykkt.

Orðin „Heimilt er að taka verðjöfnunargjald af kartöflum til jöfnunar á flutningskostnaði milli sölusvæða“ í 40. gr. laganna falli niður.

Ber að skoða þetta svo, að þeir þm., sem í þessu tilfelli eru fulltrúar dreifbýlis, vilji breytta stefnu varðandi verðlagningu á.landbúnaðarvöru, að hún verði misdýr eftir hinum ýmsu svæðum á Íslandi, og þá fyrst og fremst dýrust á þeim svæðum þar sem lengstir flutningar munu trúlega verða á þeim vörum? Þetta gæti t. d. alveg eins gilt um mjólk, ef þetta er stefnubreytingaratriði, sem þarna er verið að gera tillögu um. Ég vildi gjarnan fá skýr svör við þessu.